)
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Marlene Dietrich skemmtun
Leikararnir og tónlistarfólkið Sigríður Ásta og Jóhann Axel slógu nýverið í gegn með sýningunni um Marlene Dietrich í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.
Þau bjóða upp á atriði sem færa veisluna þína upp á næsta stig.
Klassísk DIETRICH
Klassískt og grand skemmtiatriði. Sigríður og Jóhann flytja nokkur af vinsælustu lögum Marlene Dietrich og segja stuttlega frá sögu goðsagnarinnar.
(20 mín)
Dirty DIETRICH
Fyrir þau sem vilja aðeins meiri spennu. Nokkur af heitari lögum Dietrich. Ennþá grand en fjaðrir, netasokkabuxur og leikhússígarettur koma einnig við sögu.
(20 mín)
Lifandi dinnermússík og Jólahlaðborð
Sigríður og Jóhann hafa um árabil spilað lifandi tónlist undir borðhaldi í veislum og á hlaðborðum.
(2 klst, hægt að lengja)
Sérsniðið tónlistaratriði
20 mínútna tónlistaratriði sem hentar veislunni þinni.
Viðbrögð áhorfenda hafa verið einróma:
„Dásamleg sýning, heillandi leikur og frábær söngur“
-Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri
„Jóhann algjörlega brilliant í öllum þeim litríku hlutverkum sem hann töfraði fram“
-Björk Guðmundsdóttir, leikkona
„Hvílíkur söngur!“
-Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri
„Stjarna er fædd!“
-Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur
„Sigríður Ásta er stórkostleg í hlutverki Dietrich!“
-Fannar Arnarsson, leikari
„"Heitasta" stykki borgarinnar þessa dagana.“
-Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur
„Fáséður kynþokki á íslensku leiksviði“
-Pálína Jónsdóttir, Sviðslistakona
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)