is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Bolli Már Bjarnason

Bolli Már er er nýr og ferskur uppistandari sem kom fram á sjónarsviðið 2023. Síðan þá hefur hann haldið margar sýningar um land allt. Meðfram því hefur hann skemmt hjá fjölda fyrirtækja með uppistandi, pöbbkvissi og að sjálfsögðu veislustýrt eins og vindurinn.

Bolli er vanur veislustjóri og kynnir, hann tekur að sér allskyns verkefni og leysir þau frábærlega af hendi. Engin skemmtun er of stór eða lítil, Bolli er fyrir öll tilefni.

Umsagnir:
Bolli er náttúruundur! Hann er fyndinn, skemmtilegur og kemur öllum í gott skap. Gerði fràbæra árshátíð enn betri. Mæli sannarlega með honum ef þú ert að leita að skemmtikrafti sem er laus við tilgerð og keyrir upp stemninguna og stuðið!

Ástríður Viðarsdóttir - starfsmannafélag Vís

Bolli sá um veislustjórn á árshátíð hjá okkur og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hann tengdi vel við fólkið í salnum og fékk alla með sér í grín og glens. Var með mjög fyndin og skemmtileg atriði ásamt því að sjá um að dagskráin gengi smurt. Mæli 100% með Bolla.  

Sigurður Kristjánsson - Kirkjugarðar Reykjavíkur

Bolli Már Bjarnason stóð sig afar vel sem veislustjóri á árshátíð Icelandia í Heidelberg. Hann sýndi fagmennsku, sveigjanleika og góða samskiptahæfileika, bæði í undirbúningi og framkvæmd. Bolli lagði sig fram við að kynnast fyrirtækinu og starfsfólkinu, mætti vel undirbúinn og kom til móts við ólíkar þarfir hópsins. Á hátíðinni var hann úrræðagóður, skemmtilegur og skapaði jákvætt andrúmsloft. Icelandia mælir hiklaust með honum sem veislustjóra.

Jóna Björk Sigurjónsdóttir - Framkvæmdastjóri Mannauðs og gæða Icelandia

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080