is
en
  • Listafólk
  • Raddir
  • Skemmtanir
  • Fyrirlesarar
  • Um okkur
is
en
Til baka

Almar Blær Sigurjónsson

IMDB

Almar Blær er leikari, fæddur 1996. Hann útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2021 og hóf störf við Þjóðleikhúsið seinna sama ár þar sem hann lék í verkunum Kardemommubærinn, Ást og upplýsingar og Sem á himni á leikárinu 2021-2022. Almar hefur einnig tekið þátt í auglýsingum og kvikmyndum og lék til að mynda í kvikmyndinni Agnes Joy árið 2018. Almar hefur auk þessa verið ötull í sjálfstæðu leikhússenunni á Íslandi og tekið þátt í verkefnum á borð við Ég býð mig fram 3 árið 2020 og Nokkur orð um mig sem sýnt var á Fringe festival í Reykjavík 2021. Hann var tilnenfur til verðlaunanna “Framúrskarandi ungur Íslendingur” árið 2017 fyrir framlag sitt til leiklistar á Austurlandi.

Almar hefur mikla ástríðu fyrir “physical theatre” og lagði stund á það hjá leikhópnum Double Edge Theatre í Massachusetts haustið 2017. Hann hefur unnið sýningar sem kanna landamæri leiklistar og dans, m.a. Og svo er nótt í leikstjórn Önnulísu Hermannsdóttur og Vitranir sem sýnd var í Streitisvita sumarið 2020.

MÓÐURSKIPIÐ
  • Um Móðurskipið
Listafólk
Raddir
Skemmtanir
Fyrirlesarar
Um okkur

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080