is
en
  • Talent
  • Voices
  • Entertainment
  • Speakers
  • About us
is
en
Til baka

Snorri Rafn Frímannsson

IMDB

Snorri Rafn Frímannsson er íslenskur leikari, fæddur árið 2006. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann áunnið sér mikla reynslu bæði á sviði og í kvikmyndum. Hann hóf feril sinn í Berdreymi (2022), þar sem hann fór með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin hlaut bæði Edduverðlaunin sem besta kvikmynd ársins og var valin framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.

Eftir þetta hélt Snorri áfram að þróa leiklist sína og lék í sýningu Þjóðleikhússins Leyndarmál, sem sýnd var í nóvember 2023. Hann hefur síðan tekið þátt í fjölmörgum stuttmyndum, meðal annars í stuttmyndinni Heimavist sem hann gerði með Dýnamík leiklistarskólanum – hún var tilnefnd til Edduverðlauna árið 2025.

Árið 2025 fór Snorri einnig með hlutverk Alexanders í þáttaröðinni Flóð, sem kemur út á Sjónvarpi Símans árið 2026. Hann fer einnig með hlutverk Óttars í Boltamömmum sem verður einnig frumsýnd 2026, auk þess að leika Kjartan í þýsku stuttmyndinni Bycatch, sem kemur út árið 2026.

Snorri er ekki aðeins hæfileikaríkur leikari heldur einnig tónlistarmaður. Hann tók m.a. þátt í Idol árið 2022 þar sem hann flutti frumsamið lag á gítar.

MÓÐURSKIPIÐ
  • About Móðurskipið
Talent
Voices
Entertainment
Speakers
About us

Móðurskipið Umboðsstofa
modurskipid@modurskipid.is
+354 454 8080