)
Hrafnhildur Orra
Hrafnhildur Orradóttir er leikkona, fædd árið 2000. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist með fyrstu einkunn úr Mountview Academy of Theatre Arts árið 2024. Í útskriftarsýningunni fór hún með aðalhlutverk Mistress Page í gamanleik Shakespeares, The Merry Wives of Windsor. Áður en hún hóf leiklistarnám stundaði hún nám í klassískum söng við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem hún lauk framhaldsprófi árið 2021. Á námsárum sínum fór hún með hlutverk Cibolettu í óperunni Eine Nacht in Venedig. Í MH lék Hrafnhildur í fjölmörgum uppfærslum og skrifaði og leikstýrði einnig eigin verki Ef ég gæti flogið.
Á þessu ári fór hún með hlutverk í stuttmyndinni A Little Burst of Energy (2025), auk tveggja annarra stuttmynda og einnar auglýsingar. Sem raddleikkona fór hún með hlutverk Sólvarar í hljóðdramaseríunni Dark Dice ásamt Jeff Goldblum. Hún leikur einnig hlutverk Önnu í 6. og 7. þáttaröð The White Vault, annarri hljóðdramaseríu. Hún hefur einnig lesið inn fjölda hljóðbóka fyrir Storytel og raddað auglýsingu fyrir breska söngleikjahópinn „Encore“.
Hrafnhildur lék jafnframt og starfaði sem skrifta í Áramótaskaupinu (2024). Önnur reynsla á setti er meðal annars aðstoð við leikaraval (Casting Assistant) við The Odyssey (2026) í leikstjórn Christophers Nolan, aðstoð við búninga fyrir Hæst (2025), sjónvarpsþáttaröð fyrir Sjónvarp Símans, og hún var yfirbúningahönnuður og meðframleiðandi fyrir tónlistarmyndbandið She Knows fyrir hljómsveitina Paulas.
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)